Lindsay Lohan handtekin, AFTUR!

Lindsay Lohan er þekkt fyrir það að vera vandræðagemsi. Hún virðist ekki enn komin á beinu brautina þar sem hún var handtekin í morgun í Manhattan fyrir að keyra á gangandi manneskju. Vitni segir að hún hafi verið að reyna að leggja bílnum sínum þegar slysið átti sér stað “Hún var að reyna að leggja bílnum sínum þegar hún klessti utan í gangandi 30 ára gamlan mann, hún fór út úr bínum en var ekki að huga að vegfarandanum heldur var hún einungis að athuga hvort að bíll hennar væri skemmdur! eftir það strunsaði hún inn á hótel.”

Vitni hringdi á lögregluna sem kom og handtók Lindsay. Fréttir herma að hún hafi ekki verið drukkin eða lyfjuð eins og henni einni væri lagið, en það á líklega eftir að koma betur í ljós á næstu dögum. Hvenær ætlar hún að þroskast?

Ætli að hún nái að koma sér undan þessu eins og alltaf? það er spurning…

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here