Ljón björguðu 12 ára stúlku frá mannræningjum í Eþíópíu

Þrjú  ljón vernduðu 12 ára gamla eþíópska stúlku sem mannræningar höfðu rænt. Þeir rændu henni, börðu og var ætlunin að einn þeirra fengi hana fyrir eiginkonu. Ljónin virtust hafa komið að þar sem þetta var að gerast og þá lögðu mennirnir á flótta. Svo stóðu ljónin hjá stúlkunni  eins og þau væru að  gæta hennar. Búið var að leita að henni í heila viku þegar fjölskylda hennar fann hana með hjálp lögreglu og var hún lemstruð og illa haldin.  

Ljónin stóðu bara þarna hjá henni, sagði fólkið sem fann hana og þegar við komum fóru þau og hurfu inn í skóginn.

Þetta hefði allt farið miklu verr ef ljónin hefðu ekki komið stúlkunni til bjargar. Oft er þessum ungu stúlkum sem er rænt, nauðgað og misþyrmt á allan hátt svo að þær gefist upp og samþykki hjónabandið.

Lögreglan í Addis Ababa staðfestir að þessi saga af ljónunum sé sönn þó að hún sé vægast sagt algjört einsdæmi. Yfirleitt ráðast ljón á fólk. Stúlkan grét og  kjökraði og er haldið að ljónin hafi villst á hljóðunum og talið að þarna væri ljónshvolpur sem skýrir af hverju þeir átu hana ekki.

 

Eþíópska ljónið er frægt fyrir mikilfenglegan,  svartan makka sinn. Þau eru friðuð en þrátt fyrir það eru þau veidd til að fá af þeim feldinn sem gott verð fæst fyrir. Talið er að einungis séu um 1000 ljón eftir í Eþíópíu.

 

Lögreglan hefur náð fjórum mannræningjanna en þrír ganga enn lausir. Mannrán af þessu tagi eru mjög algeng í Eþíópíu og er talið að stofnað sé til u.þ.b. 70% hjónabanda þar í landi á þennan hátt.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here