Nokkrar hugrakkar og magnaðar konur með sjaldgæfa húðkvilla hafa nú stigið fram og deilt myndum af sér þar sem þær sýna það sem gerir húðina þeirra sérstaka.

Þessar konur fagna einkennum sínum í stað þess að fela sig á bakvið farða og photoshop.

Lexxie Harford

Lexxie er 23 ára bresk listakona sem er orðin internetstjarna eftir að hún birti sjálfsmyndir af sér á Imgur. Hún hefur fengið mikið lof í kommentum undir myndunum fyrir hugrekki sitt.

Einu sinni var reynt að fá Lexxie til að koma í þáttinn Undateable and Too Ugly for Love? en hún hafnaði því þar sem hún vildi frekar að fólk með valbrá væri sátt við sjálft sig og liti á sig sem öðruvísi.

1449242397-1449148834-1449077750-harford

 

Giorgia Lanuzza

Í meira en tíu ár hefur hin 24 ára Giorgia þjáðsts af Psoriasis sem er bólgusjúkdómur sem hefur áhrif á allan líkamann þótt einu sjáanlegu einkennin komi fram á húð. Psoriasis veldur rauðum og úthleyptum blettum á 97 prósent af líkama hennar. Giorgia viðurkennir að henni hafi þótt þetta erfitt í byrjun en er sátt í eigin skinni í dag.

1449242401-1449148837-1440708584-screen-shot-2015-08-27-at-44726-pm

 

Winnie Harlow

Winnie er með vitiligo sem veldur því að húðin hennar missir húðlit á mörgum stöðum á líkamanum hennar. Þetta hefur þó langt því frá hamlað Winnie en þegar hún var unglingur kom Tyra Banks að henni og bað hana um að koma í þáttinn sinn America’s Next Top Model. Hún gerði það og lenti í 6. sæti. Síðan þá hefur hún tekið þátt í mörgum herferðum fyrir fræg tískuhús, prýtt síður tímarita og leikið í tónlistarmyndbandi fyrir Eminem og Sia. Þess má geta að Michael Jackson var með Vitiligo og þess vegna varð hann „hvítur“ með tímanum.

1449242403-1449148838-screen-shot-2015-08-24-at-121910-pm

 

 

Lisa Goodman-Helfand

Eftir 30 ára feluleik hefur rithöfundurinn Lisa tekið af sér málninguna og deilt mynd af sjálfri sér. Á myndinni má sjá einkenni sjálfsofnæmissjúkdómsins Scleroderma en veldur því að húðin harðnar. Facebook vildi fyrst ekki birta myndina þar sem hún fékk neikvæða gagnrýni en það olli því að herferðin #SclerodermaSelfies varð til.

1449242405-1449148840-lisa-goodman-helfand_1438933475_0

SHARE