Meghan Markle með plástur á úlnliðnum

Það virðist sem hálf heimsbyggðin sé með Meghan Markle og Harry „prins“ á heilanum. Slúðurfréttamiðlar taka myndir af öllu sem þau gera og þá sérstaklega ef Meghan sést einhversstaðar og er þá helst verið að rýna í svipbrigði hennar, fatnað hennar og hvað hann kostar mögulega og annað slíkt.

Meghan (42) vogaði sér út af heimili sínu í Kaliforníu á dögunum, farðalaus og með plástur á úlnliðnum sem er sérstakur fyrir þær sakir að hann á að slá á stress.

Plástur sem þessi heitir NuCalm biosignal processing disc og kosta 20 svona plástrar 80 dollara eða 10.603 kr. Þeir eiga að hjálpa til við að róa taugakerfið og draga úr streitu.

Fjölmiðlar hafa gefið það í skyn að Meghan hafi klætt sig í stíl við plásturinn með Hermés Rayures D’Ete klútinn (sem kostar víst meira en 160 þúsund) og Max Mara Rispoli kápuna (sem kostar víst um 213 þúsund krónur).

SHARE