Donna Gillie frá Kanada var orðin næstum 110 kíló þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur. Í viðtali við Mirror Online segir Donna frá því hvernig hún tók átköst sem unglingur og horfði á töluna á vigtinni verða hærri og hærri.

Ég hef alltaf átt erfitt með að borða bara nóg og hér áður fyrr borðaði ég ítrekað yfir mig. Ég gat sett endalaust ofan í mig af súkkulaði, ís og kökum – ég kunni mér ekki hóf.

Árið 2012 hóf Donna störf á nýjum vinnustað og leið illa í eigin skinni.

Mér leið illa við skrifborðið mitt og ég var handviss um að aðrir væru að stara á mig.

Donna tók hænuskref, að eigin sögn, í átt að bættum lífstíl.

Ég byrjaði á að hreyfa mig, svo tók ég matarræðið í gegn. Ég fór í Zumba, Body pump og æfði dans. Matarræðinu breytti ég svo smátt og smátt. Bætti við grænmeti og ávöxtum og tók skyndibitann út hægt og rólega. Ég þurfti líka að læra að borða hæfilega skammta, ekki of lítið og ekki of mikið.

PAY-Donna-Gillie-weight-loss

Donna árið 2010.

PAY-Donna-Gillie-weight-loss (1)

Donna í dag.

Aðeins tveimur árum eftir að Donna tók lífsstíl sinni í gegn keppti hún á sínu fyrsta fitnessmóti.

PAY-Donna-Gillie-weight-loss (2)

PAY-Donna-Gillie-weight-loss (3)

Donna er nú að undirbúa þátttöku á sínu þriðja fitnessmóti og segir líf sitt hafa tekið stakkaskiptum.

Líf mitt hefur breyst alveg ótrúlega og það bara á jákvæðan hátt. Mér líður betur bæði andlega og líkamlega.

 

SHARE