Modern Family stjarna var háður lýtaaðgerðum

Modern Family stjarnan Reid Ewing sagði nýlega frá baráttu sinni við BDD (e. Body Dysmorohic Disorder) sem gerði það að verkum að hann var gjörsamlega heltekin af útliti sínu. Ewing, sem fór með hlutverk Dylan í Modern Family, hefur gengist undir fjölmargar lýtaaðgerðir, en hans heitasta ósk var að líta út eins og Brad Pitt.

Sjá einnig: Modern Family stjarna hrasar á sviði

2E9F2C7300000578-3326483-image-m-108_1447994099019

2E9F123000000578-3326483-image-a-109_1447994108299

Ewing lýsir því hvernig sjúkdómurinn fór að gera vart við sig um leið og hann kom til Hollywood, árið 2008.

Ég átti ekki í neinum vandræðum með að sannfæra lækna um að ég þyrfti á allskonar lýtaaðgerðum að halda. Það dugði að segja þeim að ég væri leikari – þá skildu þeir alveg af hverju ég var að þessu.

2E9F0D7D00000578-3326483-Ewing_pictured_in_May_2010_arrived_in_Hollywood_in_2009_and_deci-m-14_1448001529691

2E9F0D8B00000578-3326483-image-a-15_1448001537404

Ewing hefur meðal annars látið setja fyllingar í kinnarnar á sér og hökuna. Hann hefur nú fengið þá hjálp sem hann þarf og sér óskaplega eftir öllu saman.

Þessi vítahringur tók allt frá mér – alla mína gleði og hamingju. Eins var sjálfstraust mitt í molum. Ekkert af þessu var þess virði.

SHARE