Móðir Beyoncé gengin út: Tina Knowles (61) giftist Richard Lawson (67)

Tina Knowles, móðir sjálfrar Beyoncé, gekk í hjónaband síðastliðinn sunnudag en sá heppni er enginn annar en leikarinn og stórsjarmörinn Richard Lawson.

Sjálfur er Lawson þaulvanur sviðsljósinu en hann gerði meðal annars garðinn frægan í stórmyndunum Poltergeist og How Stella Got Her Grow Back en einnig fór hann með ágætt hlutverk í sjónvarpsþáttunum V sem frumsýndir voru árið 1983 og fóru sigurför í bandarísku sjónvarpi á sínum tíma.

Sjá einnig: Lífverðir Blue Ivy hleypa öllu í vitleysu á leikskóla stúlkunnar

tina_knowles_0_1416218928

Tina er orðin 61 árs gömul og ber aldurinn stórglæsilega

Tina skildi við Matthew Knowles – eiginmann sinn til fjölmargra ára – þegar upp komst um ítrekað framhjáhald Knowles með öðrum konum og gerðu barneignir hans utan hjónabands að lokum útslagið. Illrætnar sögusmettur sögðu að Matthew, sem er faðir Beyoncé og Solange, hefði árangurslaust reynt að telja eldri dóttur sína og Jay Z, eiginmann hennar, á að taka son hans utan hjónabands í varanlegt fóstur, en hvort eitthvað er hæft í þeim sögusögnum er erfitt að segja til um.

Hins vegar hafa tvær barnsmæður Matthew utan hjónabands stefnt fyrrum eiginmanni Tinu og föður Beyoncé fyrir dómstóla fyrir ógreiddar meðlagsskuldir á undanförnum misserum – svo eitthvað er breytt frá gullöld Knowles karlsins, þegar hann byggði upp stórveldi kringum dóttur sína – sem seinna meir sleit öllu samstarfi við föður sinn. Síðast þegar spurðist til Matthew var hann í samningaviðræðum við útgáfurisa um útgáfu á frægðarsögu Destiny Child, en samkvæmt heimildum varð ekki af samningum.

Sjá einnig: Solange Knowles gekk upp að altarinu um helgina

SolangeWedding_SolangeFergusonbikes

Solange gekk sjálf í hnapphelduna fyrir skemmstu og klæddist einnig drifhvítu 

En Tina, sem orðin er 61 árs gömul, geislaði af fegurð á stóra daginn og tók sig glæsilega út við strandir Kaliforníu – íklædd drifhvítum klæðum, sem og aðrir gestir gerðu líka. Hvíti liturinn virðist þannig vera fjölskyldunni kær – þannig gifti Solange, yngri dóttir Tinu sig einnig í hvítum klæðum fyrir skemmstu og var þannig þema brúðkaupsins einnig hvítt.

beyonce-s-mother-tina-knowles-marries-richard-lawson-on-yatch

Tina og Lawson hafa verið óaðskiljanleg í tvö ár og eru yfir sig ástfangin 

Sjálf hefur Beyoncé iðulega óskað þess að húsgögn og innanstokksmunir séu drifhvítir þegar hún er á tónleikaferðalagi og var þannig ein helsta krafa stórsöngkonunnar sú að afgirt svæði á tónleikatúr hennar væru afmörkuð með mjallahvítum tjöldum, svo söngfuglinn gæti hvílst fyrir átök á sviði.

Solange Knowles Marries Alan Ferguson In New Orleans

Vart er að sjá að parið sé komið hátt á sjötugsaldur – geislandi af lífslgeði 

Matthew, sem gekk í hjónaband með unnustu sinni fyrir fáeinum árum sjálfur, var hvergi sjáanlegur á stóra daginn – en ekki var á öðru að sjá en að Tina og Lawson, sem sjálfur er orðinn 67 ára gamall væru gengin í ungdóm aftur á stóra daginn og er ekki að sjá að árin hafi sett sjáanlegt mark á brúðhjónin.

Ty Hunter, stílisti Beyoncé deildi þessari gullfallegu brúðkaupsmynd af Tinu og Lawson á Instagram: 

e4d7e060-e1e9-11e4-88c9-15b3bf5fb2b0_Wedding-TinaKnowles

SHARE