Mömmukökur

Mömmukökur

1,2 kg hveiti
250 gr. sykur
4 tsk sódaduft
150 gr. smjör, mjúkt.
4 egg
2 bollar síróp (ylvolgt).

Öllum hráefnum blandað saman, þau  hnoðuð (ég set þetta auðvitað í kitchen-aidið og læt hana svitna, en það má örugglega hnoða þetta í höndunum líka). Flatt út fremur þunnt og skornar út hringlaga kökur. Bakað við 160 gr.

Kökurnar eru settar saman með smjörkremi á milli. Ég nota ekki eggjarauðu í mitt smjörkrem en venjulegar smjörkremsuppskriftir kalla yfirleitt á slíkt. Í staðinn nota ég oftast bara mjólk, nokkrar msk.

Smjörkrem

500 gr flórsykur
250 gr smjör
1 eggjarauða EÐA 2 msk mjólk
Orlítill vanillusykur/vanilludropa

Allt hrært saman.

SHARE