Moodbox módelkeppni – Flott tækifæri fyrir stelpur sem hafa áhuga á fyrirsætustörfum

Nú er í gangi ný módelkeppni á Íslandi. Instagram Módel Keppni Moodbox. Moodbox er netverslun sem opnar í maí, þeir verða einnig með tískuþætti, ýmis góð ráð, blogg ofl. Ég ræddi við Kára Sverrisson sem er einn aðstandanda keppninnar.

Hvernig keppni er þetta?
“Við erum að leita að andliti Moodbox, sigurvegarinn fær 3 mánaða samning við Moodbox og verður andlit/fyrirsæta Moodbox í 3 mánuði.”

Stelpan sem vinnur fær vegleg verðlaun og fullt af myndum í möppu eftir þessa 3 mánuði að sögn Kára.

Mikilvægt að hafa heilbrigt útlit og áhuga á fyrirsætustörfum

“Okkur langaði að finna réttu stelpuna í þetta, einhverja sem hefur heilbrigt útlit, hefur áhuga á tísku og fyrirsætu störfum. Við leitum að stelpu sem gæti mótast með okkur og tekið þátt í Moodbox frá upphafi.” segir Kári.

Þarf ekki að hafa unnið mikið við fyrirsætustörf áður
Þó að það sé leitast eftir því að stelpan sem vinnur hafi áhuga á fyrirsætustörfum þarf hún ekki að hafa unnið mikið við fyrirsætustörf á Íslandi. 

“Viljum finna ferska,sæta, hressa og heilbrigða stelpu sem hefur ekki unnið mikið við fyrirsætustörf á Íslandi,Því kom þessi hugmynd upp.”

Instagram verður notað í keppninni – Það er einfalt að taka þátt!

Af hverju Instagram?
Okkur fannst sniðug hugmynd að nota Instagram í keppnina, því flest allir stelpur/konur eru með Instagram eða geta komist í það og geta því mjög margar stelpur tekið þátt í keppninni auðveldlega um allt land, segir Kári.

það er einfalt að taka þátt, taka mynd/láta taka mynd af sér með blað sem stendur á #moodboxiceland í gegnum instagram senda hana svo inn með því að deila myndinni og hashtagga moodboxiceland
Þar með ertu búin að taka þátt.

Úrslitin verða svo kynnt í maí og 18 ára aldurstakmark er í keppnina.

Þú getur séð Facebook síðu Moodbox hér.
Slóðin á Instagram síðuna þeirra er hér.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here