Myndir þú þora ganga í svona kjól?

Nýverið hefur borið á því að stjörnurnar klæðist síðkjólum á rauða dreglinum sem hafa það sérkenni að vera með klaufar hátt upp í mitti. Þessir kjólar geta gert þeim sem klæðast þeim erfitt að hreyfa sig þannig að það sjáist ekki í klof þeirra.

Sjá einnig: Undirfatatíska: Svona velur þú réttu stærðina og sniðið

Kjólarnir hafa verið töluvert á milli tannanna á fólki og deila margir um hversu sómasamlegir þeir eru. Margir slíkra kjóla eru með innbyggðri samfellu, en hún á það til að hylja ekki fyllilega klofið. Stjörnur á borð við brasilísku fyrirstætuna Dayane Mello, fyrirsætuna Guilia Salemi, Bella Hadid, Kendall Jenner og söngkonan Mollie King eru dæmi þeirra sem hafa klæðst slíkum kjólum á stórviðburðum.

Nú velta einhverjir fyrir sér hvort gerlegt er fyrir hina venjulegu manneskju að klæðast kjól með afar hárri klauf án þess að allt það heilagasta sé til sýnis fyrir aðra, eða að nærbuxurnar sjáist of mikið. Til eru sértilgerðar nærbuxur sem  sýna hvorki nærbuxnalínu né liggja yfir of stórt svæði, svo það er alveg spurning hvort einhver almúginn myndi þora að prófa þennan stíl?

Sjá einnig: Þú trúir ALDREI hvað þessi kjóll kostar!

 

37E03F9300000578-3774166-Dayane_Mello-a-26_1473069183925

37E032D700000578-3774166-image-a-20_1473067814702

37ED882400000578-3774166-Bella_Hadid_s_profile_rocketed_after_she_flashed_her_thighs_in_a-a-25_1473069165549

37ED883400000578-3774166-Kendall_Jenner_was_an_early_proponent_of_the_trend_wearing_a_dre-a-31_1473069378525

37ED883800000578-3774166-The_Saturday_s-a-28_1473069280481

37EE680500000578-3774166-image-a-4_1473078915336

37EE680900000578-3774166-the_Shibue_a_strapless_panty_held_in_place_using_a_soft_adhesive-a-2_1473078841028

SHARE