Natan mun syngja á íslensku

Benedikt Viggósson, faðir Natans Dags Benediktsonar, hefur gert það opinbert að Natan mun syngja íslenskt lag í beinni útsendingu í The Voice Norway, annað kvöld:

“Þá er það orðið opinbert að Natan Dagur Benediktsson mun flytja lagið Vor í Vaglaskógi í sinni fyrstu og vonandi ekki síðustu beinu útsendingu í The Voice Norway. Lagið flytur hann í þættinum á morgun föstudaginn 30. apríl og hefst þátturinn klukkan 20.00 að norskum tíma (18.00 að íslenskum). Nú kjósa áhorfendur og geta Íslendingar og aðrir utan Noregs kosið í gegnum vefsíðu TV2.no eftir að þátturinn hefst, ég mun setja link á facebook hjá mér á morgun og vona að þið sjáið ástæðu til að kjósa hann áfram og deila með eins mörgum og hægt er 🙂 Hver aðili (IP tala ) má kjósa þrisvar ókeypis þannig að grípið endilega allar nettengdar græjur sem þið eigið. Hann hlakkar mikið til flytja þessa perlu á sviðinu sem þó verður með talsverðum tvist, vonum við að ykkur líki söngurinn og útfærsla lags og texta 🙂

Natan hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir söng sinn í keppninni og mun pottþétt gera okkur mjög stolt af honum annað kvöld. Við hvetjum auðvitað ALLA til að horfa á þetta og ekki síður að greiða atkvæði. Áfram Natan!

SHARE