Nauðsynleg næringarefni fyrir konur

Við konur fáum meira en nóg af upplýsingum um næringarefni sem við verðum endilega að fá. Margar okkar taka fjölvítamín en er það nóg? Áður en þú ferð næst á stúfana að ná þér í birgðir af vítamínum ættirðu að huga að upplýsingum frá sérfræðingum um næringarefni sem líkaminn þarf að fá.

1

Kalk

Ef þú drekkur mjólk og borðar kalkauðugan mat ertu á réttri leið. Í upplýsingum frá stofnun sem sérhæfir sig í að fást við beinþynningu segir að kalkauðug fæða vinni á móti beinþynningu og að fæstar konur fái nægilega mikið kalk.  Eitt mjólkurglas á dag er hreint ekki nóg. Það er líka kalk í grænu káli, fiskmeti og alls konar baunum.

Þú þarft daglega: 1,000 mg fram að tíðahvörfum og 1,200 mg eftir u.þ.b. fimmtugt.

2

D Vítamín

Mikið er mælt með þessu bætiefni nú til dags af því að margar rannsóknir benda til þess að efnið skipti okkur miklu. Samkvæmt upplýsingum frá stofnun sem rannsakar neyslu vítamína hjálpar það líkamanum að viðhalda réttu magni af kalki og fosfór í blóðinu og styrkir beinin.

Svo er annað: D vítamín styrkir ofnæmiskerfið og getur bætt vöðvastyrkinn. Vertu úti í sólinni en notaðu sólarvörn og borðaðu egg og lax þegar lítið er um sól.

Þú þarft daglega: 600 AE að sjötugu og 800 AE eftir það. Ef þú gengur með barn eða ert með barn á brjósti þarftu 600 AE daglega.

3

Ómega-3s

Þetta efni geur dregið úr bólgum, bætt heilsu hjartans og hálpað til við að koma í veg fyrir að krabbamein myndist í líkamanum. Mannslíkaminn myndar ekki  ómega -3 fitusýrur og þess vegna þurfum við að taka þær.

Þú þarft daglega: Feitan fisk, malað hörfræ, kanóla olíu eða fá efnið í töfluformi. 

4

Járn

Mjög margar konur eru blóðlausar af því að þær fá ekki nægilegt járn. Of mikil járn getur líka verið skaðlegt. Súrefnið flyst um líkamann með járninu í blóðinu.

Þú þarft daglega: 18 mg af járni meðan þú hefur blæðingar, 27 mg ef þú gengur með  barn, 9 mg ef þú ert með barn á brjósti og  8 mg eftir tíðahvorf.

5

Fólín sýra

Fólín sýra er B vítamín sem hjálpar líkamanum að mynda rauð blóðkorn og getur komið í veg fyrir fósturskaða.

Þú þarft daglega: 400 mcg,  500 mcg ef þú gengur með barn og  600 mcg ef þú ert með barn á brjósti.

6

Magnesíum

Passið að sleppa ekki magnesíum! Það eykur orku  líkamans, viðheldur hreysti vöðva og heilbrigði taugakerfisins, getur komið lagi á hjartsláttinn, styrkir beinin, heldur blóðsykri í jafnvægi og blóðþrýstingi réttum.  Spínat er mjög auðugt af magnesíum og það eru líka fleiri tegundir af nýju grænmeti. Haldið ykkur við óunna fæðu eins og t.d. heilkorn og ávexti. Úr þessum mat fáið þið mest af magnesíum.

Þú þarft daglega: 310 – 320  en 350 – 360 mg ef þú gengur með barn.

7

C Vítamín

Það geturi vel verið að þú haldir að þú fáir nægilegt C vítamín en ef þú borðar ekki sítrus ávexti er ekki víst að svo sé. Dökkt grænmeti er líka auðugt af  C vitamíni.

Þú þarft daglega: 75 mg,  85 mg ef þú gengur með  barn, 120 mg ef þú ert með barn á brjósti og 35 mg til viðbótar ef þú reykir.

 

Þarftu að taka vítamíntöflur ?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here