Nokkrar matartegundir sem hjálpa til í baráttunni við kviðfitu

Það eru margar uppskriftir tiltækar um hvað maður á að borða til að losna við kviðfituna. En hvar er okkur sagt hvað við eigum að borða til að brenna kviðfituna og losna þannig við hana?

Málið er ekki hvað maður borðar ekki heldur hvað maður borðar.  Þú last þetta alveg rétt. Þú verður að borða MEIRA til að losna við ýstruna. En þú getur ekki borðað hvað sem er. Þú þarft að borða mat sem við vitum að eyðir óæskilegri belgfitu, ýstru.

Ég legg til að þú byrjir á þessum 5 fæðutegundum og lofa þér því að þú munt sjá ótrúlegan árangur.

Bláber
Þau eru þekkt fyrir að vera auðug af andoxunarefnum. Auk þess búa þau yfir getu til að eyða belgfitu. Rannsókn var gerð við háskólann í Michigan og hún leiddi í ljós að rottur sem fengu skammt af bláberjum um þriggja mánaða skeið misstu mikið af belgfitunni.  Þríglyseríð stuðull lækkaði og insulín framleiðsla líkamans varð öruggari. Þetta bendir til þess að berið bragðgóða geti unnið gegn hartasjúkdómum og sykursýki af gerði 2.

Greip
Í nýlegri rannsókn borðuðu ofurfeitir einstaklingar hálft greip á undan þrem máltíðum dagsins. Þetta fólk léttist verulega og mittismálið minnkaði  að mun.  Ekki er vitað með vissu hvort  þetta er vegna mikils vökva sem er í greipinu sem aftur veldur því að fólkið borðar minna. En víst er að í greipi er vatnslosandi efni og auðvitað minnkar ýstran þegar vökvinn í líkamsfitunni finnur sér leiðina út!

Valhentur
Í valhnetum er mikið af omega-3 fitu sýrum. Þessar fitusýrur  draga úr bólgum og hafa áhrif á streituhormónin.  Þegar streituhormón eins og cortisol aukast safnar líkaminn meiri fitu- sérstaklega belgfitu.   En matur sem er auðugur af omega-3 fitusýrum hjálpar til að halda streituhormónum niðri sem kemur í veg fyrir að belgfitan safnist á mann.

 

Fitusnauð grísk jógúrt 
Sennilega hefur þú heyrt að „mjólk sé góð“  en vissirðu að mjólkurafurðir geta líka verið góðar fyrir belginn þinn?  Í mjólk er auðvitað mikið kalk og vitað er að kalkið hefur  áhrif á hvernig líkaminn dregur úr fitusöfnun, einkum kviðfitu.  Mjólk er líka auðug  af amínó sýrunni  arginin sem vitað er að hjálpar til við fitubrennslu og eykur við vöðvana. Maður þarf að gæta þess að verið sé að borða réttar mjólkurafurðir. Feitur mjókurmatur er með miklum magni af mettuðum fitusýrum og hitaeiningum sem draga verulega úr möguleikunum að losna við belgfituna. En málið er að velja sér mjólkurafurðir sem eru með lítilli fitu. Sjálfri finnst mér grísk jógúrt mjög gott og hún er mjög próteinauðug. Maður er lengi saddur af grískri jógúrt og langar þá ekki eins í mat sem er ekki hagstæður fyrir belginn!

Paprika
Paprika er feiknauðug af C vítamíni. Rannsóknir hafa sýnt að neysla C vítamíns hjálpar til að koma jafnvægi á streituhormónið  cortisol þegar það hækkar.   Þetta þýðir það að þegar maður lendir í erfiðum aðstæðum og fær sér papriku að borða minnkar streituhormónið í líkamanum fyrr og það er liður í að losna við belgfituna. Ef manni finnst ekkert varið í papriku er um margar C vítamín auðugar  matartegundir að velja, t.d. appelsínur, jarðaraber – já eða kiwi !

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here