Ógeðslegir hlutir sem karlmenn gera – 10 atriði

Borar bóndi þinn í nefið? Klippir hann á sér neglurnar inni í stofu? Ef hann gerir þetta ættir þú að lesa þessa grein upphátt fyrir hann og hjálpa honum að breyta hegðuninni. 

Það er ekkert kynþokkafullt við það sem er ógeðslegt  (en þú vilt kynlíf, er það ekki?)

Það er allur gangur á hvað menn eru hreinlegir. Sumir eru algjörir sóðar en aðrir ofursnyrtilegir. En fólk ætti ekki að láta snyrtilegt útlit blekkja sig. Bak við óaðfinnanlegt yfirbragð getur leynst maður sem borar í nefið eða klippir á sér neglurnar inni í stofu. Hér eru nokkur atriði sem geta farið í taugarnar á mökunum! margt þarna getur átt við bæði kynin!

 

1

Að klippa á sér neglurnar inni í stofu

Jæja þá, helst í fréttum var þetta: Þegar þú klippir á þér neglurnar hverfa þær ekki inn í eitthvað naglaland langt í burtu. Afklippurnar eru beittar og geta meitt menn og dýr. Ekki skilja hrúgu af þeim eftir á sófaborðinu. Hvernig væri nú að fara eftir þessari stórgóðu hugmynd: Klipptu neglurnar inní í baðherbergi og notaðu ruslafötuna þar fyrir afklippurnar.

2

Snýtuklútarnir

Þegar minnst er á alls konar ógeð dettur manni í hug bréfvasaklútar út um allt. Hvernig væri að nota ruslafötuna?

3

Slef

Það getur alla hent að slefa, sérstaklega ef fólk er kvefað. En sumir karlar ráða ekkert við þetta. Andaðu með lokaðan munninn og ekki leggjast á fallega púða!

4

Skeggbroddar um allan vask

Við vitum alveg að þú sást alla þessa brodda dreifða um vaskinn. Hvernig væri að skola þá burtu!?

5

Skítafýla

Sumum körlum þykir mjög skemmtilegt að lykta illa þegar þeir leysa vind. Það er ágætt hjá þér að geyma þetta grín handa vinum þínum en ekki þegar þú kúrir með konunni á koddanum. Ef þú framleiðir alltaf þessa hræðilegu lykt ættirðu að fá þér tíma hjá meltingarsérfræðingi.

6

Að klóra sér innan um annað fólk

Af hverju ertu alltaf að klóra þér og á sífelldu á iði? Slakaðu bara á.

7

Reykingar

Mmmmmmmmmmm- það er góður ilmurinn úr gömlum öskubakka ( hér ætti að heyrast í fólki sem er að kúgast)!. Konum og körlum sem reykja ekki finnst þetta ekki aðlaðandi. Yfirleitt finnst þeim lungnakrabbi ekki heldur aðlaðandi.

8

Að pissa á setuna

Reyndu ekki að afsaka þetta með því að þú hafir vaknað um miðja nótt og verið hálfsofandi og þess vegna ekki hitt betur.  Það er nú ekki verið að biðja þig að hitta í litla gosdós. Skálin er vel stór, miðaðu bara á miðjuna. Svo er ágætt að loka klósettinu þegar þú ert búinn. Sammála?

9

Allt í drasli

Það er alveg hægt að sætta sig við að hafa allt í drasli í kringum sig fyrsta árið manns í Menntaskóla. En þegar íbúðin hjá fullorðnum manni lyktar eins og búningsklefi er eitthvað bogið við ástandið. Þvoðu upp, hentu tómu pizzakössunum í ruslið og svo skaltu ráða til þín fólk til að þrífa hjá þér.

10

Að tala með munninn fullan 

Það getur verið gaman að smakka á matnum sem hinir fá sér þegar fólk fer út saman en ekki þegar hann bara lendir framan í þér. Oj bara !  Hvað var þér kennt í leikskólanum? Tyggðu matinn, renndu niður og talaðu svo!

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here