Allt er breytingum undirorpið í þessu blessaða lífi. Þannig geta aðdáendur Taylor Swift og Kanye West brátt notið góðs af fyrirhuguðu samstarfi tónlistargoðana, en Kanye greindi sjálfur frá því fyrir örfáum dögum að þau Taylor væru á leið í hljóðver saman.

Ekki fylgdi sögunni hvenær útgáfa er væntanleg, en fimm ár eru nú liðin síðan Kanye rauk upp á svið, gereyðilagði þakkarræðu Taylor Swift sem hlaut tónlistarverðlaun á MTV Video Music Awards verðlaunahátíðinni það árið – og sagði að þó tónlist Taylor væri alveg OK, væru myndbönd Beyoncé ein þau allra flottustu í heimi.

Það er tónlistarvefurinn Billboard sem greinir frá þessu, en Kanye lék aftur sama leikinn á Grammy verðlaunaafhendingunni nú í ár, þegar tónlistarmaðurinn Beck var kallaður upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir breiðskífu ársins, en þess má geta að Beyoncé var einnig tilefnd til verðlauna í sama flokki.

Þegar hér er komið sögu hefur Kanye rokið svo oft upp á svið að tónlistarheimurinn er farinn að kalla æðisgengin mótmælin „að púlla Kanye á málið” en í þetta skiptið gekk þó Kanye orðalaust niður af sviðinu aftur við sár mótmæli Beck, sem krafðist þess að fá rapparann aftur upp á svið og beiddist að lokum hjálpar. Kanye gekk enn lengra að lokinni verðlaunaafhendingu og sagði að Beck hefði verið nær að gefa Beyoncé verðlaunin – svo vonsvikinn var rapparinn þegar úrslitin lágu ljós.

Aðspurður um atvikið sjálft á Grammy sagðist Kanye þó í nýyfirstöðnu útvarpsviðtali við Ryan Seacrest bera mikla virðingu fyrir verkum Beck.

„Beck er alveg ferlega ljúfur maður og er einn virtasti tónlistarmaður bransans í dag. Þegar ég lét orðin um virðingu og metnað held ég að fólk hafi bara mistúlkað þetta allt … þetta kom allt vitlaust út. Raddirnar í hausnum á mér sögðu mér að fara upp á svið.”

Spurningin sem nú hlýtur því að brenna á vörum allra er hvenær vænta megi þess að Beck og Kanye taki dúett saman, þar sem hann er augljóslega búinn að taka Taylor Swift í sátt og hyggur á samstarf með stúlkunni innan tíðar. Maðurinn kann þó að segja brandara, svo mikið er víst og hér má sjá fáránlega fyndið uppátæki Kanye á Grammy – takið vel eftir viðbrögðum Beyoncé og Jay Z:

Tengdar greinar:

Svona urðu Taylor Swift og Lorde bestu vinkonur

Beyoncé segir frá öllu í stuttmyndinni Yours and Mine

SJÓÐHEITT: Hvaða kyntröll gaf þau Kim og Kayne saman?

SHARE