Það hafa eflaust margir landsmenn séð heimildarmyndina um R. Kelly sem ber heitir Surviving R. Kelly, en hún er meðal annars sýnd á Netflix. Við sögðum ykkur líka frá annarri heimildarmynd sem var gerð um þetta sama mál á seinasta ári.

Það hefur verið mikið drama á milli Azriel Clary og Joycelyn Savage, en þær hafa búið hjá R. Kelly í nokkur ár. Joycelyn var handtekin eftir að hafa ráðist á Azriel Clary.

Í myndbandi sem Azriel birti á Instagram, virðist hún vera að flytja út úr Trump turninum sem þær hafa búið í og Joycelyn heyrist saka Azriel um að hafa haft við hana kynferðismök þegar hún (Azriel) var undir lögaldri.

TMZ hefur það eftir heimildarmanni að Azriel sé nú að íhuga að segja Alríkislögreglunni frá öllu en er hrædd vegna þess að hún hefur logið að þeim í svo mörg ár. Hún skrifaði líka undir þagnareið við R. Kelly sem flækir málin enn frekar.

Hér er hægt að sjá allt myndbandið sem birtist á Instagram.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here