Pierce Brosnan talaði um föðurhlutverkið aðeins nokkrum dögum áður en dóttir hans lést

PIERCE Brosnan talaði um hvað hann naut föðurhlutverksins mikið nokkrum dögum áður en dóttir hans lést úr krabbameini í eggjastokkum.

Pierce, sem eins og við greindum frá í síðustu viku var við hlið dóttur sinnar þegar hún lést, sagði að uppeldi barna sinna væri sitt mesta afrek í lífinu.

Hann sagði í nýlegu viðtali: “Uppeldi er aldrei auðvelt, þú lærir þolinmæði og skilning og að vera til staðar fyrir börnin þín.”

Charlotte, sem var einungis 42 ára gömul þegar hún lést úr krabbameini í síðustu viku var dóttir Cassandra, fyrstu eiginkonu Pierce Brosnan. Cassandra dó einnig úr krabbameini í eggjastokkum, 43 ára gömul en Pierce hafði ættleitt börn hennar, Charlotte og bróðir hennar Chris eftir að þau giftu sig.

Charlotte giftist ástinni sinni, listamanninum Alex Smith, nokkrum dögum áður en hún dó, Pierce leiddi hana upp að altari.

 

SHARE