Pink var brjáluð á meðgöngunni!

Flest könnumst við við söngkonuna Pink. Hún er þekkt fyrir að hafa smá “attitude” og liggja ekki á skoðunum sínum. Pink eignaðist dótturina Willow með eiginmanni sínum Carey Hart. Pink er ekkert frábrugðin öðrum konum og upplifði sína erfiðleika á meðgöngunni. Pink segist ekki hafa upplifað morgunógleði en geðsveiflurnar sem hún upplifði voru miklar

[quote]Ef ég var ekki að undirbúa mig fyrir tónleika var ég út í garði, berfætt og öskrandi! Ég upplifði ekki morgunógleði, fékk engar “cravings” en geðsveiflur, nóg af þeim![/quote]

Pink talaði einnig um brjóstagjöf en dóttir hennar er ennþá á brjósti.

[quote]Ég er algjör hippi! (hversu lengi mun ég hafa dóttur mína á brjósti?) þangað til hún fermist! Ég mun halda á henni í fermingarveisluna í Baby Bjorn poka[/quote]

Um eiginmann sinn Carey Hart segir Pink

[quote]Hann er frábær faðir. Carey var alinn upp af einstæðum föður svo að hann veit hvernig þetta virkar. Stundum finnst mér eins og ef ég hefði ekki brjóst, væri ekki þörf á mér.[/quote]

Hér má sjá nokkrar myndir af litlu fjölskyldunni

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here