Piparköku-cupcakes með kanilkremi

Jólasysturnar frá Eldhússystur eru svo með þetta!

3,75 dl hveiti
2,5 tsk kanill
¼ tsk negull
¼ tsk múskat
340 gr smjör
2,5 dl sykur
1,25 dl púðursykur
4 egg
1 tsk vanilludropar

Krem
5 dl flórsykur
60 gr rjómaostur
½ tsk kanill
½ tsk vanilludropar
rjómi (eftir þörfum)

Stillið ofninn á 175 gr.
Blandið saman hveiti, engifer, kanil, negul og múskati og blandið vel saman.
Í annarri skál þeytið vel saman smjöri og sykrinum (bæði venjulegum og púðursykri) þar til ljóst og létt. Bætið við eggjunum, einu í einu, og skafið niður deigið með sleikju á milli þess sem þið bætið við eggjum. Bætið hveitiblöndunni út í og hrærið vel. Setjið í cupcakes form og fyllið hvert form að ¾. Bakið í 20 – 25 mín. eða þar til prjónn kemur hreinn upp úr kökunum.
Krem: Hrærið vel saman flórsykurinn og rjómaostinn. Bætið kanil og vanilludropum út í og setjið rjómann út í þar til ykkur finnst kremið vera hæfilega þykkt. Jafnvel má sleppa rjómanum ef maður vill geta sprautað kreminu því það verður annars ansi mjúkt.

SHARE