Piparköku- og marsipantrufflur

Væri gaman að prófa þessa frá Eldhússystrum

Piparköku- og marsipantrufflur
75 gr piparkökur (ca 12 st)
100 gr odense marsípan
3 msk mjúkt smjör
1 msk koníak (ef vill)
200 gr hvítt súkkulaði

Myljið piparkökurnar alveg.
Rífið marsípanið niður.
Blandið saman við piparkökurnar, smjörið og koníakið.
Búið til litlar kúlur úr deiginu, ca. 15 stykki.
Bræðið súkkulaðið og dýfið kúlunum í það.
Skreytið með muldum piparkökum.
Geymið í kæli.

SHARE