Prince (57) er látinn aðeins viku eftir að hann þurfti að nauðlenda einkaþotu sinni vegna heilsubrests. Hann fannst látinn á heimili sínu í Minnesota.

 Ekki er alveg vitað hvað olli andláti stórsöngvarans en talið er að andlátið tengist veikindunum sem voru að hrjá hann í seinustu viku.
Fjölmiðlafulltrúi Prince, Yvette Noel-Schure, staðfesti fréttirnar við HollywoodLife.com og sagði í tilkynningu: “Ég get staðfest þær ofsalega sorglegu fréttir að goðsögnin einstaka Prince Rogers Nelson fannst látinn á heimili sínu í morgun. Það eru engar fleiri upplýsingar að svo stöddu.”

 

 

 

SHARE