Quesadillas með pulled pork

Ef þú vilt hvíla þig aðeins á kjúllanum eða nautahakkinu er þessi uppskrift frá Eldhússystrum málið fyrir þig.

F. 4 – 5

8 stórar fajitas-pönnukökur
1 dós svartar baunir (eða meira, eftir smekk)
500 gr. Pulled pork
200 gr. Cheddarostur (eða annar ostur)
1 rauðlaukur

Meðlæti:
Guacamole
Sýrður rjómi
Salsasósa

Hitið ca. 1 msk á olíu meðalheitri pönnu. Setjið eina pönnuköku á pönnuna. Dreifið ¼ af kjötinu, baununum, ostinum og rauðlauknum yfir pönnukökuna. Mikilvægt er að dreifa vel úr ostinum því þegar hann bráðnar heldur hann lokunni saman. Setjið aðra pönnuköku ofan á og þrýstið aðeins ofan á hana, til að hún festist við. Steikið í u.þ.b. 2 mínútur og snúið þá við og steikið í 1 – 2 mínútur á hinni hliðinni. Endurtakið 3svar sinnum.

SHARE