Reese’s peanut butter rúlla – Uppskrift

Það er hefð í fjölskyldunni að halda uppá þakkargjörðahátiðina þar sem bróðir mannsins míns er gifur amerískri konu. Allir leggja eitthvað í búkkið og koma með eitthvað. Dætur mínar elska súkkulaðið Reese´s peanut butter og var því ákveðið að prófa þessa útgáfu af rúlluköku……….mmmmmmmm…….vá!!!

Uppskrift:

 • Egg – 3 stór
 • Sykur – 150 gr
 • kaffi eða vatn – 2 stk
 • Vaniludropar – 1 tsk
 • Kakó – 20 gr.
 • Salt – ¼ tsk
 • Lyftiduft – 1 tsk
 • Hveiti – 95 gr.

Krem:

 • Rjómaostur – 115 gr.
 • Hnetusmjör – 90 gr.
 • Flórsykur – 115 gr.
 • Vanilludropar – 1 tsk
 • Rjómi – 60 ml + 160 ml
 • Resses mini cups 150 gr. – 2 pokar
 • Suðusúkkulaði – 1 ¼ plata

Aðferð:

Kakan:

 • Hitið ofninn uppí 175 gráður.
 • Hrærið saman eggin þar til að þau eru orðin dögg gul og froðukennd. Bætið sykri, kaffinu/vatninu og vanilludropunum í eggin og hrærið vel saman.
 • Bætið svo kakó-inu, saltinu og lyftiduftinu í blönduna og hrærið öllu vel saman.
 • Setjið álpappír á bökunarplötu og búið til ramma sem er u.þ.b. 26cmx40cm. Spreyjið smá bökunarspreyi á álpappírinn. Hellið deginu í rammann og bakið í c.a. 10-15 min.
 • Á meðan kakan er í ofninum, takið þá viskustykki og dreifið slétt úr því. Dreifið svolítið af flórsykri á það og um leið og kakan er tilbúin hvolfið henni ofan á viskustykkið og takið álpappírinn varlega af kökunni.
 • Rúllið henni uppí viskustykkinu og látið kökuna kolna í c.a. 1 klukkutíma.

Kremið:

 • Hrærið vel saman rjómaostinum og hnetumjörinu. Hrærið flórsykrinum saman við þar til það er orðið kjekkjótt og bætið þá vanilludropunum og 60 ml af rjómanum. Hrærið því öllu vel saman. Skerið c.a. 1 poka af Reeses mini cups í litla bita og hrærið útí kremið.
 • Náið í kökuna og dreifið úr henni á borð. Setjið kremið ofan á kökuna og dreifið jafnt og slétt úr kreminu.
 • Rúllið svo kökunni upp og setjið í plastfilmu og inní ískáp.

Súkkulaði á toppnum:

 • Setjið suðususúkkulaðið og 160 ml af rjómanum í skál sem má fara í örbylgjuofn. Hitið í c.a. 60 sek. og hrærið saman þannig að súkkulaðið og rjóminn blandist vel saman. Kælið þá blönduna í c.a. 20 min í kæli eða þar til að hún er orðin fallega þykk. ( ekki vatnskennd)
 • Setjið svo kökuna á fallegan bakka og hellið súkkulaðinu yfir.( Má leka niður með henni)
 • Takið restina af Reeses mini cups og skerið í litla bita. Dreifið þeim svo ofan á kökuna.
 • Gott er að geyma kökuna í kæli áður en bjóðið hana fram.

SHARE