Reyndi að fremja sjálfsmorð eftir að hafa dottið út úr Britains got talent

Dómarar í Britains got talent dæmdu Scott Whitley úr leik þegar hann var kominn langt í keppninni og segir hann að hann hafi þá reynt að fremja sjálfsmorð. Scott sem söng og dansaði af miklum krafti  fékk mjög góða dóma bæði hjá Simon Cowell og hinum dómurunum. Hann segir að þeir hafi talað eins og hann myndi vinna og hann hafi sagt starfi sínu í Lanzarote lausu vegna þess.

Meðan hann var að horfa á lokaþáttinn grét hann stjórnlaust og reyndi að enda líf sitt. Hann tók stóran skammt af pillum en sem betur fer, segir hann kastaði hann upp og áttaði sig þá.

Scott sem starfaði í skemmtanaiðnaðinum segir að það hafi verið barnalegt að binda allar vonir sínar um frægð og frama við þessa keppni en segir þó að dómararnir  hafi talað eins og hann væri örugglega í vinningsliðinu.

Margir hafa  gagnrýnt Bresku hæfileikakeppnina undanfarið því að ýmsir sem þar hafa keppt hafa farið illa út úr því. Barnaheill í Bretlandi gerði athugasemd við það að fimm ára gamalt barn, Jordan Nash tók nýlega þátt í keppninni.

Arisxandra Libantino, sem er 11 ára er í  keppninni og málið snýst um að vinna eða vinna ekki 250.000 pund. Fleiri mjög hæfileikarík börn eru og hafa verið í þessari keppni og mjög margir gagnrýna það harðlega. Við birtum myndband af Arisxöndru sem hefur ótrúlega rödd, þú getur séð það hér.

Simon Cowell svaraði þessum gagnrýnendum á þá leið að annað hvort geti fólk þetta eða ekki og það skipti bara engu máli hvað fólk er gamalt.  Umsjónarmenn keppninnar segjast hugsa mjög vel um alla keppendurna og áhyggjur um heill þeirra séu alveg ástæðulausar.

Hér sjáið þið frammistöðu Scott:

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”ZXFfX3Dm_eE”]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here