Reynsla Valkyrjunnar af hráfæði

Ég var á hráfæði í 4 mánuði á síðasta ári, það var yndisleg reynsla að prufa svoleiðis. Ég var ekki á þessu týpíska hráfæði sem flestir hérna á Íslandi þekkja eins og maturinn sem seldur er á Gló, enda væri ekki sniðugt né heilbrigt að borða slíkar máltíðir í hvert mál jafnvel þótt þær séu hráfæði.

Ástæðan fyrir því að ég vildi koma inn á þetta efni, er hræðslan í dag við ávaxtasykur. Ég er alltaf að heyra úr öllum áttum þessu hugtaki kastað fram og til baka “of mikið af vínberjum gera þig feita/n” og bananar og döðlur STÚTFULLT AF SYKRI, ó nei !

Fæðið sem ég var á var í fyrsta lagi ávextir, öðru lagi grænmeti og þriðja lagi hnetur/fræ/avocado fyrir fitu.
Þetta er kallað “low fat raw vegan lifestyle” og er að mínu mati eina rétta leiðin til að nálgast hráfæðið fyrir utan einstaka gúrmei máltíðir hér og þar enda eru þær alveg stútfullar af fitu því flest er búið til úr hnetum og fræjum.

Það þarf að borða gríðarlegt magn ávaxta þegar maður lifir svona lífstíl og oft var fólk alveg agndofa að horfa á mig koma öllu þessu niður.
Sem dæmi var máltíð fyrir mig oft heil vatnsmelóna (vanalega með halftíma á milli helminga til að melta) eða 10 bananar blandaðir við 10 ferskar döðlur og vatn. Ég var bókstaflega alltaf borðandi.

Mér leið rosalega vel, ég var orkumikil, ég svaf vel og þetta losaði mig að miklu leiti við “kolvetnahræðsluna” sem fólk virðist búa yfir á hverjum degi.
Ég borðaði daglega um 700gr af kolvetnum MINNST í 4 mánuði … varð ég feit? NEIB.
Ég fékk sömu spurningarnar á hverjum degi. Hvaðan færðu prótein og er þetta ekki dýrt?
Belive it or not að ef þú borðar nægilegt magn af grænmeti og ávöxtum þá færðu nóg af próteinum, ekki 150gr eins og sumir virðast halda að maður þurfi, en líffræðilega nóg.
Ég missti heldur ekki vöðvana mina eins og enn fleiri virðast halda að muni gerast ef maður borðar ekki kjöt eða prótein duft.
Dýrt? Nei alls ekki miðað við venjulegt fæði, í rauninni er það svipað í heildina en þú ert ekki að fara jafn mikið út að borða og fá þér nammi hér og þar í bíó eða á bensínstöðvum svo það sparar pening.

Ég fékk stundum craving í allskonar “venjulegan” mat sem ég var ekki að borða, t.d. eyddi ég jólunum og áramótunum á raw fæði en ég bara reyndi að gera hann skemmtilegan fyrir sjálfa mig og margréttaðan enda breytast bragðlaukarnir mikið þegar maður lifir á svona fæði.
Ég fékk samt rosalega mörg shockeruð andlit þegar ég sagði að ég hafi borðað svona í jólamatinn, fólk gat bara ekki skilið hvernig ég gat sleppt jólamatnum SAMT borðum við það sama á hverju ári.

Það myndi líklega hjálpa morgum í báráttu við aukakílóin að reyna að breyta hugsunarhættinum örlítið að því leiti að “holli maturinn er ekki að fara að drepa ykkur”.
Ekki láta eins og það sé einhver að neyða ykkur til þess og það sé þrælkun, reynið heldur að njóta þess að borða hollt og næra líkamann ykkar vel!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here