Oprah tjáir sig um Rihönnu & Chris Brown – eru þau byrjuð saman aftur?

Nú þegar  Chris Brown og Karrueche Tran eru búin að slíta sambandinu fyrir fullt og allt er alveg ljóst að sáttabrautin til Rihönnu er bein og greið.

Og nú bíður fólk og veltir fyrir sér hvað þetta muni taka langan tíma hjá þeim.

Þetta felur þó ekki í sér að málið sé einfalt eða búast megi við einhverju koppalogni! Ó, nei, aldeilis ekki!

Þau eru bæði á suðupunkti  og draga ekki úr opinberum yfirlýsingum en Oprah Winfrey sagði sína skoðun á málinu á föstudaginn var og gerði það svona: „Ég skal segja ykkur að það sem mér þótti frábært við þetta viðtal ( þegar Rihanna sagðist elska Chris) var að hún var algjörlega einlæg. Hún var búin að fyrirgefa. Hún var búin að læra sína lexíu, var að endurtaka í samskiptum sínum við  Chris Brown nákvæmlega það sem hún lærði af samskiptum við föður sinn.

ef hún er tilbúin að takast á við verkefnið, er tilbúin að styðja hann til sjálfshjálpar er það hið besta mál. Ég hef enga aðra skoðun á því. Ég get setið hér á þessum stað og notið þess að tala við hana af því að ég tek öll viðtöl mín algjörlega án fordóma.  Ef fólk vill haga lífi sínu svona eða hinseginn er það þeirra mál og hið besta mál.

Fyrirgefningin er dásamleg.

En í sannleika sagt er varkárnin það líka. Eins og okkur þykir vænt um Rihönnu langar okkur til að vernda hana. Hún er svo frábær!!

Og við vitum að hún mun alltaf láta hjartað ráða för. Ef það leiðir þau Chris saman munum við hafa áhyggjur

Oprah gerir nokkrar athyglisverðar  athugasemdir- eins og fyrri daginn!

„Við erum ekki að halda því fram að fullar sættir geti ekki tekist, við erum bara að segja frá því sem okkur finnst að þurfi nauðsynlega að gerast til að eyða áhyggjum okkar.  Okkur langar fyrst og fremst að  sjá að hann þroskist dálítið“

Rihanna mun ekki vera góð fyrirmynd ef hún fer aftur í samband með manninum sem lamdi hana.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here