Ris a la mande

Ris a la Mande
fyrir 4

2.5 dl hrísgjón
2.5 dl  vatn
7.5 dl mjólk
2.5 dl rjómi (Stína setur mun meiri rjóma en þetta, þetta er auðvitað smekksatriði 
1 mandla

Grjónin og vatnið eru soðin saman. Bætið  mjólk saman við í nokkrum skömmtum og soðið saman rólega þar til grjónin eru mjúk. Mikilvægt er að hafa eins lítin hita og hægt, rétt nóg til að viðhalda suðu án þess að grauturinn brenni við. Grauturinn er kældur yfir nótt.

Rjóminn þeyttur og blandað saman við grautinn áður en hann er borinn fram. Best er að taka smá af rjómanum og blanda vel saman við grautinn (svona til að mýkja hann upp). Blanda svo afganginum af rjómanum saman við. Mandla er sett í eina skál og hulinn með graut (eða sett út í grautarskálina og hrært vel í ef maður vill vera alvöru, en það er kannski ekki raunhæft á heimilum þar sem grautarskálin er ekki tæmd alveg?).

Sósa
200 ml hindberjasaft
200 ml vatn
200 gr hindberjasulta
2 msk kartöflumjöl útí 1 dl af vatni

Saft, vatn og sulta eru sett í pott og hituð að suðu. Kartöflumjöli og vatni hrært saman og sett út í sósuna, til að þykkja að vild. Best er að setja bara lítið kartöflumjöl í einu og ná upp suðu á milli til að sjá hversu þykk sósan verður í raun.

SHARE