Rís hnetubar í hollari kantinum

Ragnheiður er alltaf með puttan á púlsinum og hér kemur eitt svakalega gott hollustu nammi Matarlyst

Súkkulaði, hnetusmjör, hnetur og rís leika aðalhlutverkið í þessum góðu molum, eru ofsalega góðir með kaffibollanum, einir og sér nú eða sem millibiti.

Hráefni

250 g suðusúkkulaði

170 g hnetusmjör

100 g pistasíur eða hakkaðar möndlur

100 g cashew hnetur

6 stk rískökur

Aðferð

Suðusúkkulaði er brætt á vægum hita yfir vatnsbaði, bætið hnetusmjörinu út í þegar súkkulaðið er bráðið, bræðið það saman við súkkulaðið hrærið þar til komið er saman. Skerið rískökurnar niður í fremur smáa bita, saxið hneturnar niður, blandið saman í skál hnetum og rískökum hellið súkkulaðiblöndunni yfir, blandið vel saman.

Setjið bökunnarpappír t.d ofaní skúffukökuform eða hvaða form sem er, hellið blöndunni í formið þrýstið henni ofaní formið, ath þið fyllið ekki út í allt formið einungis hluta þess, fínt er að miða við að hafa bitana ca 2 cm á þykkt.

Setjið í ísskáp í 1½-2 tíma takið út og skerið í hæfilega stóra bita, setjið í ílát sem hægt er að loka. Bitarnir geymast vel í ísskáp.

Athugið að hægt er að nota hvaða hnetur sem er í bitana, einnig má ég til með að segja að mér finnst Skippy hnetusmjör (fæst í Costco) og Sun Pat (fæst t.d í Bónus) afar gott í bitana.

May be an image of dessert
SHARE