Samfestingurinn rifnaði á rassinum á miðjum tónleikum

Stórstjörnunni Jennifer Lopez hefur sennilega ekki verið hlátur í huga þegar hún hneigði sig hvað eftir annað á tónleikum sínum á Planet Hollywood fyrir stuttu. Samfestingurinn sem hún klæddist rifnaði nefnilega á rassinum og var gatið nokkuð stórt og áberandi. Eftir að söngkonan lauk við að hneigja sig var nokkuð ljóst að hún vissi hvað var á seyði. Að sögn áhorfenda virtist Lopez í mesta basli með að laga fatnaðinn og reyndi í sífellu að hylja gatið.

Sjá einnig: Jennifer Lopez sýnir á sér bossann

SHARE