“Sannleikanum verður hver sárreiðastur”

Fyrir tveimur árum eignaðist Hlédís Sveinsdóttir dótturina Sveindísi Helgu á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi. Hún var sett af stað en ekki fylgst nægilega vel með framgangi þannig að dóttir hennar varð fyrir langvarandi súrefnisskorti við fæðingu og einnig var umönnun eftir ábótavant. Þegar Sveindís fæddist var hún líflaus og blá í framan eins og sést augljóslega á myndbandi sem Hlédís hefur undir höndum. Hlédís telur að þær hefðu átt að vera sendar strax á vökudeild en það var ekki gert fyrr en hálfum sólarhring síðar þegar Sveindís hafði krampað þrisvar sinnum.
Skýrsla lækna frá fæðingu var í miklu ósamræmi við myndband af fæðingunni sem Hlédís kom sjálf í hendur landlæknis. Hlédís vill fyrst og fremst koma í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur og gerði því mál sitt opinbert. Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar hafa hinsvegar ekki viljað gangast við rangfæslunum og misræminu. Hlédís sendi starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vesturlands blóm og kort í dag og óskaði þeim velfarnaðar. Hún birti eftirfarandi færslu á Facebook:

“Sannleikanum verður hver sárreiðastur. Ég ætla ekki í hártoganir við forsvarsmenn HVE, en þykir leitt að þeir dragi stofnunina í heild sem og starfsmenn alla inní þetta. Það hef ég ekki gert og mun ekki gera. Ég mjög þakklát fyrir starfsemi HVE sem og starfsmönnum þar sem leggja sig fram dag og nótt. Þar hef ég oft notið góðrar þjónustu og þar hafa margir af mínum uppáhalds komið í heiminn, án skakkafalla. 

Setjum þetta í annað samhengi: Ef rútubílstjóri hjá Rútuferðum ehf. keyrir farsællega í 20 ár en veldur alvarlegu slysi á 21 starfsári vegna mistaka og gáleysis. Í ljós kemur að skráningu ökutækis er ábótavant sem og eftirlit öryggisreglna og fl. Óneitanlega dregst fyrirtækið inní umræðuna, það er óhjákvæmilegt. Það kemur hinsvegar ekki öðrum ökumönnum sama fyrirtækis við nema þeir gætu mögulega lært af mistökum vinnufélaga sem og krafist úrbóta á vinnutilhögun, skkráningu eða öðru slíku.

Ennþá harma ég viðbrögð forsvarsmanna HVE. Staðreyndirnar í gögnum mínum tala sínu máli og vonandi verða allir tilbúnir einn daginn til að sýna þá auðmýkt sem til þarf til að læra af þeim. Ég velti því fyrir mér í gær hvort ég ætti að fara í greinarskrif og taka yfirlýsingar HVE lið fyrir lið og hrekja. Síðustu tvö ár hafa ekki verið auðveld, öll þau símtöl og bréfaskriftir sem ég hef átt við bæði Landlæknir sem og forsvarsmann HVE hafa ekki veitt mér sérstaka gleði. Ég ákvað þess vegna frekar að senda stjórn og starfsmönnum HVE blóm, óska þeim velfarnaðar og láta þar við sitja í samskiptum við þá. Málið mun að sjálfsögðu halda áfram innan kerfis. Langi einhvern til að vita meira eða spyrja mig að einhverju er það alltaf velkomið.

Ég stend við minn málflutning.”

421446_10151458399454629_998724570_n

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here