Segjum bless við sigg og hart skinn á fótum

Mögnuð nýjung á íslandi frá IROHA.
Við erum að tala um æðislega fótameðferð sem endurnýjar húðina á 7-10 dögum.
Þetta er fótaferðamaski sem eru einnota sokkar með efni inn í en það inniheldur mjög virkt serum úr Laminaria þörungum, blásjávarblöndu, mjólkursýru og salicylisýru.

Sokkarnir hjálpa til við að losa sigg og hart skinn með því að flýta náttúrulegu ferli endurnýjunar.
Endurnýjunin hefst 7-10 dögum eftir notkun og tekur allt að 3-5 daga.
Meðferðin eyðir lögum dauðra húðfrumna og gerir þér kleift að sýna mjúka og fallega fætur.

1. Þvoið og þurrkið fæturna.
2. Klæðist sokkunum í 60/90 mínútur.
3. Farið úr sokkunum og þvoið fæturna með heitu vatni.
4. Hart skinn og lög dauðra húð frumna mun byrja að losna á 4-7 degi eftir notkun.

*Ráðlagt að nota vöruna á þriggja mánaða fresti.

Foot_Laminaria
Sjálf fékk ég að prófa og var ekki svikin. Virkaði eins og stendur hér að ofan auk þess sem fæturnir urðu einstaklega mjúkir.
Eitt sem ég ráðlegg ykkur að vera meðvituð um er að þið eruð með sleipa sokka á fótunum, ég gleymdi því um stund og var nærri dottin. Það er þó ekkert mál að labba um í þeim en gott að hafa varan á því efnið er jú einstaklega mjúkt og sleipt.
Annars með svona dekur er auðvitað best að liggja og njóta, skella í leiðinni maska í andlitið en margar gerðir eru til af maska frá sama framleiðanda sem eru einstaklega góðir.
Dásamlegt að eiga gott kvöld með vinkonunum eða taka með í sumarbústaðinn!

Hér er aðeins brot af því sem til er:
mascarillas-crema-iroha-nature_2_971185

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here