Sekur hundur með samviskubit

Hundar eru svo hreinar sálir. Hundurinn minn átti það til að rífa eitthvað og tæta þegar hún var látin vera ein heima. Og þegar maður kemur heim þá var hún með samviskubit og maður sá það um leið að eitthvað hefði átt sér stað. Svo krúttlegt. Eins og hún hafi fengið brjálæðiskast og sæi strax eftir því.

Sjá einnig: Kötturinn hatar þegar eigandinn hnerrar

Þessi hundur er með bullandi samviskubit og eigandi hans segir að hann labbi alltaf svona þegar hann hefur gert eitthvað af sér.

SHARE