Síamstvíburar sjá með augum hvor annarrar

Síamstvíburarnir Tatiana og Krista Hogan koma frá Vernon í Bresku Kólumbíu. Þær eru sjö ára gamlar og eru þær læknisfræðilegt kraftaverk. Foreldrum þeirra var tilkynnt að þau gætu búist við því að dætur þeirra myndu ekki lifa af, en öllum til undrunar hafa þær dafnað vel.

Systurnar hafa farið reglulega í skoðanir til þess að kanna hvort allt virki eins og það á að gera. Upprunalega töldu læknar að þær væru aðallega tengdar á höfuðkúpunni en svo virðist sem heili þeirra sé samtengdur. Grunur vaknaði hjá móður þeirra að þær væru ekki alfarið með sín eigin skynfæri og tilfinningar þegar þær voru mjög litlar, en engar sannanir voru fyrir því, fyrr en ein skoðunin renndi stoðum undir kenningu móður þeirra.

Tatiana og Krista sjá með augum hvor annarrar, upplifa tilfinningar og skynja tilfinningar í útlimum hjá hvorri annarri. Þegar önnur þeirra er að horfa á sjónvarpið og augu hinnar ná ekki á skjáinn, sér sú sem horfir ekki á skjáinn það samt sem áður.

Ekki er talið ráðlegt að skilja systurnar tvær að, vegna þess hvernig þær eru tengdar og verða þær því að vera samfastar allt sitt líf. Móðir þeirra vissi að þær væru síamstvíburar snemma á meðgöngunni en gat ekki hugsað sér að láta eyða fóstrunum á sínum tíma og segist vera þakklát fyrir það á hverjum degi, þrátt fyrir erfiðleika sem hafa átt sér stað varðandi heilsu þeirra.

2B70E8CF00000578-3201226-Complex_Their_brains_are_locked_together_but_separate_so_althoug-m-22_1439886404303

2B724FD000000578-3201226-image-a-4_1439885639593

2B7480F900000578-3201226-image-m-10_1439885932584

2B74810C00000578-3201226-image-m-9_1439885894363

Móðir þeirra, Felica segir að stundum sé erfitt að sjá um þær en að hún myndi ekki vilja skipta því út fyrir nokkurn hlut.

2B74810600000578-3201226-image-m-7_1439885656523

Sjá einnig: Síamstvíburar fundu ástina í sama manni

Sjá einnig: Níræðar tvíburasystur: Hafa verið óaðskiljanlegar alla tíð

SHARE