Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian hefur, eins og hinar systur hennar, opnað sína eigin heimasíðu og sett á markað smáforrit fyrir snjallsíma. Þar geta aðdáendur Khloe fengið frekari innsýn í líf hennar, svona ef þeir fá ekki nóg af henni á sjónvarpsskjánum. Khloe sýnir aðdáendum sínum reglulega eitthvað skemmtilegt og núna nýlega fengu þeir að gægjast inn í eldhús til hennar. Sem að sjálfsögðu er brjálæðislega vel skipulagt og einkar glæsilegt.
Sjá einnig: Hvað borðar Khloe Kardashian?