Sjálfstæðar konur söfnuðu fyrir Ljósið.

Í nóvember síðastliðnum stóðu sex knáar konur, allar þekktar sem leiðbeinendur á ýmis konar sjálfsræktarnámskeiðum, fyrir dagsnámskeiðinu ORKA- HREYSTI-VELLÍÐAN.  Strax í upphafi var ákveðið að allur ágóði af námskeiðinu skyldi renna til Ljóssins, endurhæfingarstöðvar krabbameinssjúkra og aðstandenda þeirra.

Rúmlega 100 konur sóttu námskeiðið þar sem Helga Bergsteinsdóttir, Ingrid Kuhlman, Edda Björgvinsdóttir, Guðrún Bergmann, Bjargey Aðalsteinsdóttir og Lukka Pálsdóttir deildu visku sinni til viðstaddra.

hópur

dans lukka

Mikill áhugi var á frekari fræðslu á meðal þeirra sem þarna voru og hafa þessar konur því blásið til námskeiðs dagana 17. og 18. janúar næstkomandi á ION hótelinu við Nesjavelli, þaðan sem þátttakendur munu koma endurnærðir og endurnýjaðir. Hægt er að bóka þátttöku á ungaollumaldri.is

Þær Guðrún, Helga og Ingrid fóru svo fyrir hönd hópsins og afhentu Ernu Magnúsdóttur gjöfina á litlu jólum Ljóssins.

afending

 

SHARE