Skátahreyfingin í Bandaríkjunum segist vera hætt að útiloka samkynhneigða

Ákveðið var með atkvæðagreiðslu að skátahreyfingin í Bandaríkjunum myndi hætta að útiloka samkynhneigða drengi og unglinga frá þátttöku en þeir fengju ekki að verða foringjar þegar þeir næðu fullorðinsaldri. Þeir sem hefðu einhverjar efasemdir um tilvist guðs fengju alls ekki inngöngu í félagsskapinn. Þetta þykir ýmsum hafa yfirbragð hræsni og hálfvelgju.

Venjulegt og vel hugsandi fólk er vonsvikið að skátahreyfingin skuli ekki hafa hugrekki og bera nægilega virðingu fyrir manneskjunni til að láta endanlega af óvild og ofsóknum á hendur samkynhneigðum.

Í raun er skátahreyfingin í Bandaríkjunum að láta af óvildinni í garð samkynhneigðra til helminga. Þetta er bæði rökleysa og siðlaust, gölluð ákvörðun sem stenst ekki siðferðilega því að mismunun byggð á kynháttun fólks er alltaf röng.

Í frétt um málið kemur eftirfarandi fram:

“Hollt væri fyrir skátahreyfinguna að skoða hvar hún er stödd og breyta um stefnu. Svo virðist þó sem einurð og hugrekki skorti til að það verði gert. Og þeir bæta um betur því að hreyfingin heldur öllum trúleysingjum burt frá sínum röðum. Þangað hafa þeir ekkert að gera.

Alveg er hægt að færa rök fyrir því að skátahreyfingin vinni gott starf. En það bliknar í samanburði við þau viðhorf og óvild sem þaðan kemur í garð samkynhneigðra og trúleysingja. Þess vegna er ábyrgðarhluti að styðja hreyfinguna.”

ATH að um er að ræða skátahreyfinguna í Bandaríkjunum, ekki á Íslandi.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here