Sörur 

Kökur
200 gr möndlur, hakkaðar fínt
350 gr. flórsykur
3 eggjahvítur

Eggjahvíturnar þeyttar saman við flórsykurinn þar til blandan er alveg stíf. Möndlum bætt út í og hrært eins lítið og þið komist upp með. Sett með tsk á plötu og bakað við 180°c í tíu mínútur.
Mikilvægt er að kökurnar kólni alveg áður en farið er að setja á þær krem.

Krem
5 eggjarauður
300 gr. smjör
1 dl. síróp (ég nota síróp úr búð, t.d. þetta í grænu dósunum)
2 msk kakó

Hjúpur
ca 400 gr súkkulaði (dökt, ljóst, hvítt – fer bara eftir því hvað þú fílar)
Rúm matskeið smjör

Eggjarauður þeyttar í 2 mín, bætt við sírópi og þeytt í 10 mín í viðbót. Mjúku smjöri er bætt útí og þeytt áfram í 1 mín.
Bæta við kakó og þeytt þar til kekklaust.

Persónulega fannst mér helst til mikið smjörbragð af kreminu og bætti því svoldið af uppáhelltu kaffi útí kremið og minnkaði þá smjörkeimurinn aðeins og kom ljúfur kaffikeimur af kreminu.

Ágætt er að kæla kremið áður en því er smurt á kökurnar til að það sé meðfærilegra. Kreminu er smurt í botninn á kökunni þannig að það myndist smá keila. Kökurnar kældar á meðan skúkkulaði er brætt. Ég set smá smjörklípu í bráðið súkkulaðið til þess að það verði ekki alveg jafn glerhart og það kemur fallegur gljái á súkkulaðið ef smjörið er haft með.

Best er að geyma sörurnar í kæli eða frysti.

SHARE