Stjörnuspá fyrir apríl 2022 – Bogmaðurinn

Finndu þitt innra barn í apríl og gerðu þá hluti sem þú hefur metnað fyrir. Vertu skapandi og leitaðu uppi ævintýri og leiki til að lífga upp á hversdagsleikann. Ekki láta það stoppa þig að vera kannski ein/n, því þá verður þú alltaf að bíða eftir öðrum. Þú munt setja þér ný markmið og væntingar en ekki flýta þér um of og kláraðu eitt áður en þú byrjar á öðru. Það verður mikið að gera í félagslífinu hjá þér þar sem þú munt ná einhverjum áfanga eða að það verði einhver spennandi hátíðarhöld á meðal vina þinna.