Stjörnuspá fyrir apríl 2022 – Steingeitin

Það er kominn tími á nýtt upphaf. Hreinsaðu til á heimili þínu með því að henda gömlum hlutum sem þú þarft ekki lengur. Þetta mun létta á álaginu í huga þínum og mun gera þér kleift að einbeita þér að því sem raunverulega gerir þig hamingjusama/n. Reyndu að gera eitthvað eitt á hverjum degi sem gleður þig og veldu eitthvað sem gerir þig spennta/n fyrir lífinu en þarf ekki að hafa ákveðið lokamarkmið. Þú gætir verið að klára verkefni í vinnunni og gætir verið að velta fyrir þér hvað verði þitt næsta skref. Taktu þér smá frí í stað þess að dýfa þér á bólakaf í næsta verkefni – þú átt það skilið!