Stjörnuspá fyrir apríl 2022 – Vatnsberinn

Þú munt fara inn í apríl með glænýtt viðhorf sem gerir það miklu auðveldara fyrir þig að taka áhættu. Svaraðu fyrir þig og aðra, jafnvel þótt rödd þín muni titra þegar þú talar. Þú munt líka læra að sleppa tökunum á erfiðum aðstæðum þegar enginn virðist skilja þig eða vera yfir höfuð að hlusta. Þessi mánuður mun ná einhverskonar ánægjulegum hápunkti sem verður til þess að þú lærir mikið um lífið og sjálfa/n þig á þessu ári. Mundu að það er allt í lagi að skipta um skoðun og víkka andlegan sjóndeildarhring þinn. Það þýðir ekki að þú sért hræsnari eða ósamkvæm/ur sjálfri/um þér.