Stjörnuspá fyrir apríl 2022 – Nautið

Apríl er hinn fullkomni mánuður fyrir þig til að einbeita þér að því að verða besta útgáfan af sjálfum þér. Taktu eftir því hvernig þú átt það til að bæla niður tilfinningar þínar og viðbrögð sem eru þér eðlislæg. Hæfileiki þinn til að vera róleg/ur og hafa stjórn á skapi þínu er aðdáunarverður, en ef þú heldur áfram að bæla allt niðri mun pirringurinn taka allt of mikið pláss í huganum þínum.

Seinni hluta apríl muntu neyðast til að sætta þig við hluti sem þú getur ekki breytt. Það er gott að stígu út fyrir þægindarammann og venja þig á nýja hluti í stað þess að hjakka í sama, óheilbrigða, farinu. Það er dásamlegt að vaxa og þroskast og tileinka sér ný viðmið og þú munt ekki sjá eftir því. Það getur verið að það séu miklar breytingar handan við hornið en þú getur alveg tekist á við þetta.