Stjörnuspá fyrir apríl 2022 – Sporðdrekinn

Þú munt finna mikla hvöt til þess að koma lífi þínu í ákveðnar skorður í apríl. Taktu þér tíma til að koma á góðu jafnvægi milli þess að lifa spennandi lífi en samt með stöðugleika, sem þú getur fylgt eftir. Ekki reyna að gera hlutina á einhvern máta af því það hentar einhverjum öðrum að gera hlutina þannig. Finndu þína leið. Ótti í undirmeðvitund þinni gæti verið að stoppa að þú takir ákveðin skref í ástarmálunum. Það hljómar kannski eins og klisja en lykillinn að því að græða gömul sár er að elska sjálfan sig og treysta á að ákvarðanir þínar séu rétta. Þú hefur átt erfitt með að taka fyrsta skrefið og opna hjarta þitt en það mun gerast þegar þú ert tilbúin/n.