Stjörnuspá fyrir apríl 2022 – Meyjan

Í þessum mánuði ættirðu að vinna að því að gefa öðrum meira af þér til þess að þróa traust og nánd í samböndum þínum. Að mynda náin tengsl mun krefjast þess að þú sért auðmjúk/ur og sýnir fólki bestu útgáfuna af þér. Velgengni þín í að leysa verkefni af hendi í vinnunni mun gefa þér aukið sjálfstraust. Reyndu að njóta ánægjunnar af árangri þínum án þess að vera of gagnrýnin/n á hvernig verkefnið var leyst og hvað þú hefðir getað gert öðruvísi.

Seinni hluta mánaðarins muntu þrá að læra eitthvað nýtt sem mun hjálpa þér að bæta líf þitt. Reyndu að læra nýja hluti þér til ánægju frekar en bara af hagnýtum ástæðum.