Janúar fór svolítið hægt af stað, að þínu mati. Það mun samt breytast hratt og örugglega í febrúar og það sem þú hefur lært seinustu vikur mun koma þér að gagni. Um miðjan mánuð verður þú minnt/ur á rætur þínar og hvaðan þú ert að koma. Þér mun verða ljóst hvert þú stefnir og hvert þú vilt fara. Það verður mikill metnaður í þér en þá mun reyna á hæfni þína til að skipuleggja þig og forgangsraða.
Láttu drauma þína rætast, sama hversu klikkaðir þér finnst þeir vera. Hugsaðu um velferð þína og hvernig þú vilt ná markmiðum þínum, fjárhagslega og í einkalífinu. Það er gott að verja tíma með fjölskyldunni til að hjálpa þér að vera með báða fætur á jörðinni og vera í jafnvægi.