September er að hefjast og lífið fer að detta aftur í rútínu. Skólarnir byrja, sumarfríin eru búin hjá flestum og maður keppist við að líta björtum augum fram á veginn og sjá ekki of mikið eftir sumrinu og sólinni. Hér er það sem stjörnurnar segja um komandi mánuð:

Hrúturinn

21. mars – 20. apríl

Þú hefur breytt um skoðun á málefni sem tengist vinnu þinni eða markmiði. Þetta er þér hjartans mál og þú ættir að fylgja hjarta þínu. Nú er tíminn til að skoða í hvað þú eyðir þinni orku og fara að beina orku þinni að einhverju sem skiptir virkilega máli. Ef þú tengist öðrum getur það gefið þér skýrleikann sem þig vantar. Vertu opin/n. Leyfðu sköpunargáfu þinni að taka völdin. Leitaðu leiða til að nota hæfileika þína til að hafa jákvæð áhrif á aðra. Göfuglyndi þitt mun koma tífalt til baka til þín.

Nautið

21. apríl – 21. maí

Þú þarft að endurskoða vinasambönd þín, sem og önnur náin sambönd í þessum mánuði. Ef þú ert með samviskubit útaf einhveju er komin tími til að sætta sig við orðinn hlut og ef við á, að biðjast afsökunar. Vertu sönn/sannur. Á sama tíma muntu fá grænt ljós á skapandi verkefni, en hafðu það fyrir þig til að byrja með. Biddu um aðstoð ef þú þarft hana og ekki vera feimin við það.

Tvíburinn

22. maí – 21. júní

Þú færð góðar fréttir í þessum mánuði, sem snerta vinnu þína eða stórt afrek. Þetta gæti þýtt að þú værir að fara að skipta um vinnu eða að þú sért að fá ný og skemmtileg verkefni. Hvort heldur sem er, þarftu að endurskoða markmið þín fyrir framtíðina og finna hvort þú viljir ennþá það sama og fyrir ári síða. Þú skalt fylgja hjarta þínu í september, en þú skalt líka fylgja huga þínum. Ef þú ert meðvituð/aður getur þetta ekki klikkað.

Krabbinn

22. júní – 23. júlí

Þú þarft að meta það á heiðarlegan hátt hvort þú sért að fara fram á alltof lítið í samböndum þínum og af sjálfri þér. Þú mátt, og átt, að setja markið hærra. Þó þetta sé ekki besti mánuðurinn til að fara á fullt í markmiðasetningu, er þetta góður tími til að velta fyrir þér hvers virði þú ert. Nærðu þið andlega og tileinkaðu þér nýjar samskiptaleiðir og hugsanir. Ef þú ferð að læra eitthvað alveg nýtt ertu á grænni grein.


Ljónið

24. júlí – 23. ágúst

Þú ert með stóra drauma en þú munt þurfa að skoða í hvað þú eyðir orku þinni í þessum mánuði. Í stað þess að velta þér upp úr hvað það er sem þú átt ekki, hugsaðu um skort og gnægð. Þú munt geta fengið allt og alla til að gera hvað sem er í september. Mundu bara að það sem þér er ætlað, þarftu ekki að þröngva til að verða að veruleika.

Meyjan

24. ágúst – 23. september

Sambandstengd mál gætu komið til sögu í þessum mánuði. Þú gætir þurft að íhuga hvort þú viljir stjórna þessu „konungsríki“ eða taka þér þitt sæti við borðið. Að þessu sögðu, gæti verið kominn tími til að segja skilið við einhvern og einbeita þér að sjálfri þér. Ef þú ert að spá í að finna þig aftur og vera aftur við stjórnvölin í lífi þínu, er september mánuðurinn til þess. Hættu að efast um þig og einbeittu þér að löngunum þínum.

Vogin

24. september – 23. október

Heilsa þín og vellíðan ættu að vera í forgangi hjá þér, fyrri helming september og þú ert hvött/hvattur ti að hugsa vel um þig, líkama og sál. Ef starfið þitt eða persónulegt samband er að valda þér streitu, tjáðu þig um það. Notaðu þennan mánuð til að finna út hvar mörkin þín eru og þú gætir þurft einveru til þess. Njóttu þess að eiga þitt tímabil í sviðsljósinu.

Sporðdrekinn

24. október – 22. nóvember

Það getur verið að þú fáir viðurkenningu í þessum mánuði fyrir hæfileika þína eða sköpun, og þér finnst það æðislegt. Þegar þú ætlar að skipuleggja næsta skref ættir þú að staldra við og þakka fyrir hversu langt þú hefur komist. Þetta er ekki rétti tíminn til að gefa í og taka þér of mikið í fang. Notaðu þennan mánuð í að fínpússa það sem vel gengur, sköpun þína og vellíðan. Góðir hlutir gerast hægt.

Bogmaðurinn

23. nóvember – 21. desember

Það er kominn tími til að loka ákveðnum kafla í lífi þínu. Þessi kafli tengist fjölskyldunni eða heimilinu. Með því að gera það geturðu færst nær því að ná markmiði þínu eða að halda áfram uppbyggingu á einhverju sem þú hefur séð fyrir þér. Þú vinnur í hvatvísi þinni, forðast truflun og skoðar málin ÁÐUR en þú tekur ákvörðun. Þetta mun allt vinna með þér. Taktu þér tíma fyrir þig og hlúðu að andlegu hlið þinni.

Sjá einnig: 4 stjörnumerki sem elska að búa til rifrildi

Steingeitin

22. desember – 20. janúar

Þú gætir upplifað að vera á réttum stað á réttum tíma og það mun veita þér aukið sjálfstraust og ánægju. Þó svo að þú sért að baða þig í velgengni máttu ekki gleyma að þakka þeim sem eiga það skilið líka. Þú munt vinna í nándinni þinni og viðkvæmninni í samböndum þínum og leggur þig fram um að fyrirgefa öðrum. Þú verður að læra að fyrirgefa.

Vatnsberinn

21. janúar – 19. febrúar

Það getur verið að þú sért að fara að breyta einhverju þegar kemur að vinnumálum. Ekki hafa áhyggjur því tækifærin bíða þín. Þú færð gjafir frá þínum nánustu, frá fólki sem vill hjálpa þér eða vinna með þér. Gefðu þér tíma til að tileinka þér ný verkefni og leggðu mat á valkosti þína. .

Fiskurinn

20. febrúar – 20. mars

Þessi mánuður markar mikilvæg tímamót í þínu lífi. Hann mun breyta sýn þinni á sjálfa/n þig og hvernig þú nálgast markmið þín. Ef þú hefur verið að halda aftur af þér vegna skorts á sjálfstrausti eða vegna einhvers annars, búðu þig undir að hætta því. Það munu verða breytingar á fjárhag þínum og sjálfsvirðingu. Með öðrum orðum er kominn tími til að vera duglegri að hugsa um þig og gera meiri kröfur á að fá það sem þú átt skilið. Þú hefur allt sem til þarf.

Heimildir: Bustle.com

SHARE