Hin 35 ára gamla Christine Padilla ók yfir á rauðu ljósi í Kaliforníu og ók þar með á Monserrat Mendez þar sem hún var á gangi með 14 mánaða gamlan dreng í kerru. Monserrat Mendez var að passa litla drenginn, en þegar bifreiðin Christine fór á hann kastaðist konan um 9 metra áður en hún lenti á götunni.
Kerra litla drengsins dróst með bifreiðinni nokkra metra og brákaðist hann á höfuðkúpu auk þess nokkur bein, þ.á.m rifbein brotnuðu og er hann enn að jafna sig á meiðslum sínum.
Monserrat var flutt á spítala en var úrskurðuð látin við komuna þangað.
Christine var mjög svefnvana en hún hafði átt barn tveimur dögum áður, og samkvæmt saksóknaranum í málinu yfir henni hefði hún ekki átt að vera að aka bíl. Hún hafi verið með sömu einbeitingu og manneskja sem væri að aka undir áhrifum.
Christine var í 48 tíma í fangelsi og restin af dómnum hennar var skilorðsbundinn.