Sylvester og Jennifer hætt við að skilja

Við sögðum ykkur frá því fyrir ekki svo löngu síðan að Sylvester Stallone (76) og kona hans, Jennifer Flavin (54), væru að skilja eftir 25 ára hjónaband. Sylvester var meira að segja búinn að láta flúra yfir mynd af Jennifer sem hann var með á sér og Jennifer ætlaði að reyna að taka af honum fjárráðin.

Þau eru hinsvegar núna búin að sættast og eru búin að draga skilnaðinn til baka. Heimildarmaður sem þekkir til fjölskyldunnar segir að dætur þeirra hafi átt mikinn þátt í því að þau sættust. Þær þekkja foreldra sína betur en allir og þær hafi tekið að sér hlutverk sáttasemjara.

Þau hjónin og tvær elstu dætur þeirra, Sistine (24) og Sophie (26), mættu í gær á tískusýningu Ralph Lauren og voru þau öll hin glæsilegustu.

SHARE