Þegar hún var barn voru önnur börn hrædd við hana vegna fæðingarblettanna

Libny er Kólumbísk stúlka sem stefnir á að verða frægur tónlistarmaður. En Libny er meira en það; hún er líka baráttukonu sem hefur „barist“ við fordóma síðan hún var barn. Þessi unga kona er með yfir 200 fæðingarbletti á líkamanum, eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á hana alla ævi. Hún hefur þurft að sigrast á mörgum erfiðleikum en er nú tilbúin að hvetja aðra til að sjá fegurðina í fjölbreytileikanum.

Libny Molano, sem nú er 29 ára, býr í Bogotá í Kólumbíu og er nokkuð þekkt tónlistarkona í heimalandi sínu. Hún fæddist með sjaldgæfan húðsjúkdóm sem aðeins fáir í heiminum deila – líkami hennar er þakinn hundruðum fæðingarbletta.

Fæðingarblettirnir sem Libny hefur kallast pigmented birthmarks. Blettirnir eru allir góðkynja og koma iðulega í ljós við fæðingu eða fljótlega eftir fæðingu. Litur fæðingarblettana er litarefni sem er frábrugðið húðlitnum og getur verið frá brúnum eða svörtum til bláleitar eða blágráar litum.

Stærsti og mest áberandi fæðingarbletturinn hennar er í kringum 81 cm frá olnboga til fingurgóma. Sérkenni þessa fæðingarbletts eru hárin sem þekur allt svæði blettsins. Vegna þessa hefur Libny orðið fyrir mörgum niðurlægjandi athugasemdum ásamt því að vera kölluð mörgum mjög móðgandi gælunöfnum.

Libny var alin upp af foreldrum sínum sem fullvissuðu hana um, að hvort sem hún hafi þessa fæðingarbletti eða ekki, væri hún alveg jafn falleg og hver önnur manneskja. Með stuðningi ástvina sinna ólst hún upp sterkari og sjálfsöruggari með útlir sitt. Henni fannst fæðingarblettir sínir aldrei vandamál og þegar hún var aðeins 2 ára gömul útskýrðu foreldrar hennar hvað þeir voru. „Frá fyrsta degi lífs míns hef ég fengið viðbrögð frá fólki en ég tók aldrei eftir þeim vegna þess að ég var vernduð af foreldrum mínum, allan sólarhringinn“ sagði hún. Því miður breyttist allt þegar hún byrjaði í skóla og varð fyrir grimmum viðbrögðum annarra barna.

Þegar hún var yngri stríttu bekkjarfélagarnir henni, kölluðu hana niðrandi nöfnum og gerðu grín að fæðingarblettum hennar. Hún var skelfingu lostin og skammaðist sín .Svo fékk hún nóg af þessu og tók þá ákvörðun að takast á við hrekkjusvínin. „Börn hafa heiðarlegustu og um leið grimmilegustu skoðanir í heimi, og það hafði áhrif á mig,“ sagði hún og hélt áfram, „Ég tók eftir því að þau voru hrædd við mig, þau vildu ekki leika við mig og þau kölluðu mig dalmatíustelpu og sögðu að ég væri eins og górilla.

Það var erfitt fyrir ungu stúlkuna að höndla allar þessar móðgandi athugasemdir sem svo urðu til þess að hún varð þunglynd og fann fyrir miklu óöruggi með útlitið. Libny segir að aðstæðurnar „voru mjög sársaukafullar og ruglingslegar vegna þess að heima sögðu þau mér alltaf að ég væri einstök. Og eftir að þetta byrjaði fór ég að taka eftir viðbrögðum fólks hvert sem ég fór.

Ástinn hefur kraftinn til að lækna sálir okkar og leiðbeina okkur í gegnum erfiða tíma í lífi okkar. Áður en Libny gat öðlast sjálfstraust og lært að samþykkja sjálfa sig eins og hún er, þurfti hún að sigrast á mörgum áskorunum. Hún fann manneskju sem hefur kennt henni elska líkama sinn án takmarkanna. Árið 2019 hitti hún Felipe, manninn sem varð félagi hennar ævilangt og sýndi henni hvernig er að vera elskuð þrátt fyrir að vera útlitslega öðruvísi eða einstök. Hjónin giftu sig fyrr á þessu ári og eru ástfangnari sem aldrei fyrr.

Samband hennar við Felipe gaf henni aukinn kraft og gaf henni aftur þetta sjálfstraust sem hún þurfti til þess að elska sjálfa sig og líkama sinn. Hún deilir yndislegum orðum um hann á Instagram og skrifaði: „Þú hefur gefið lífi mínu, hamingju, áskoranir, vöxt, hlátur og margt fleira. Hún hélt áfram, „Takk fyrir að taka þessari áskorun, fyrir hugrekki þitt […] þetta er í fyrsta skipti í 26 árum sem ég finn að ég er elskuð og metinn.“

Eftir að hafa lifað í ótta í mörg ár við fordóma og ummæli annarra, finnur Libny nú fyrir sjálfsöruggi og hefur ekki áhyggjur af skoðunum annarra. Hún sagði: „Ég varð þreytt á að vera sorgmædd og óörugg svo ég ákvað að verða besta útgáfan af sjálfri mér og vera mín eigin ofurhetja. Með þessu sjálfstrausti er öllum í kringum hana, þar á meðal fjölskylda hennar, létt yfir því að hún geti loksins sætt sig við sjálfa sig eins og þau hafa alltaf gert. „Vinir mínir og fjölskylda elska að ég sjái það sem þau hafa alltaf séð og þau eru svo stolt af mér,“ sagði Libny.

Reynslan og erfiðleikarnir sem hún hefur staðið frammi fyrir hafa mótað hana í þá sterku konu sem hún er í dag, tilbúin að hvetja þá sem eru í hennar sporum til að taka stjórn á lífi sínu og vera óhræddir við skoðanir annarra. „Mitt ráð er að faðma allt sem gerir þig öðruvísi og gera það að þínum besta eiginleikum, við höfum öll okkar eigin „fæðingarbletti“ og það er það sem gerir okkur að þeim sem við erum. Þó að það sé kannski ekki einfalt að viðurkenna og sættast við eiginleika okkar getur saga Libny verið frábær hjálp fyrir þá sem eru enn að vinna í því að sætta sig við eigin fegurð og elska líkama sinn. Libny vill fullvissa þá með því að segja: „Við erum öll meistaraverk unnin af frábærum málara, og við ættum ekki að líta á okkur sem neitt minna en það.

Hefur þú átt erfitt með að sætta þig við þinn eigin líkama? Hvernig bregst þú við fordómum annarra?

SHARE