Margir hafa dillað sér við lagið All About That Bass sem söngkonan Meghan Trainor gaf út fyrir nokkru. Þrjár stúlkur sem stunda nám við Columbia Business School settu lagið í nýjan búning þar sem varpað er nýju ljósi á jafnrétti kynjanna.

Stúlkurnar sem tóku upp lagið vilja meina að það sé ákveðið ástarbréf til allra kvennanna sem eru ekki hræddar við að vera þær sjálfar í viðskiptaheiminum. Helsti munurinn á útgáfu Meghan af laginu og stúlknanna þriggja er sá að textinn er mun skarpari heldur en sá fyrri.

Tengdar greinar:

Um jafnrétti kynjanna

Hvaða skoðun hefur þú á feminisma?

Beyoncé er gallharður femínisti og þetta er ástæðan

 

SHARE