Það er alls engin skömm að því að vera þunglyndur. Milljónir manna um allan heima þjást ár hvert af þunglyndi. Í viðamikilli könnun sem var gerð á tíðni þunglyndis kom í ljós að konum er miklu hættara við alvarlegu þunglyndi en körlum.   Sem betur fer er von og maður getur gert ýmislegt sjálfur til að bæta líðanina.  

 

Það er fleira til en lyf sem geta hjálpað manni og unnið móti þunglyndi. Hér eru nokkur ráð sem hafa verið gefin. ATH. Hér er ekki verið að tala um að þessar breytingar lækni þig af þunglyndi, þessi atriði geta hinsvegar ef til vill hjálpað til í baráttunni. Það hafa tildæmis verið gerðar rannsóknir sem leitt hafa í ljós að mataræði getur hjálpað til að eiga við ýmsa sjúkdóma.

Mataræðið

Hollur matur hjálpar til að koma jafnvægi á hugann. Borðaðu oft, lítið í einu, næringarmikinn, prótínríkan, sterkjusnauðan mat. Hér eru nokkrar tillögur um mat sem hefur reynst fólki vel.

Þú ættir að borða:

  • Grænmeti, ávexti og gróft korn. Hnetur og fræ eru auðug af vítamínum og steinefnum sem þunglynt fólk vantar oft sárlega.
  • Fiskur úr köldu vatni/sjó er auðugur af  omega-3 fitu sýrum sem eru heilanum nauðsynlegar. Maður fær þessar sýrur líka úr chia fræi, hörfræi og hnetum.
  • Í kalkúna og laxi er amínósýran tryptophan sem eykur framleislu heilans á serotonin.

Þú ættir að forðast:

Sykur, gosdrykki og hvítan sykur sem getur komið rugli á blóðsykurinn og komið geðsveiflum og vanlíðan af stað.  Koffín getur líka komið geðsveiflum og kvíða af stað en sumar rannsóknir benda til að sumum geti koffínið hjálpað í átökunum við þunglyndið. Menn skilja hins vegar ekki alveg hvað gerist en eftir stendur þetta álit.

Í tilbúnum mat og skyndibitum eru oft á tíðum ýmis efni sem geta ruglað efnabúskap heilans.

Alkóhól hefur bælandi áhrif á taugakerfið og ætti að neyta þess mjög hóflega eða sleppa því alveg, sérstaklega ef verið er að taka lyf.

Daglegar athafnir

Ef þú stríðir við þunglyndi þarftu endilega að athuga daglegt líf þitt og spá í hvað þú gætir lagað. Hér eru nokkrar ábendingar:

Nálastungur. Athuganir hafa leitt í ljós að þær geta og hafa hjálpað fólki að ná sér upp úr þunglyndi.

Ráðgjöf.  Meðferð hjá sálfræðingi eða geðlækni getur hjálpað fólki. Sumar rannsóknir benda til að samtalsmeðferð sé eins árangursrík og lyfjameðferð.

Æfingar. Athuganir benda til að æfingar og hreyfing séu geysivænlegar leiðir til að draga úr  þunglyndi og streitu. Hreyfingin bætir líðanina og svefninn verður betri. Reyndu að hreyfa þig a.m.k. 30 mín. daglega- ganga, hjóla, synda, gera jóga æfingar eða hvað annað sem þú hefur ánægju af.

Nudd. Það dregur úr streitu og hjálpar fólki að slaka á.

Nægur svefn. Góður og nægur svefn er forsenda þess að við getum verið heilbrigð, andlega og líkamlega.

 

 

 

 

 

 

Bætiefni

  • Lýsi. Það er auðugt af  omega-3 fitu sýrum sem eru taugakerfinu alveg bráðnauðsynlegar. Oft vantar þunglynt fólk þetta efni og rannsóknir sýna að omega-3 fitu sýran hjálpar fólki oft að takast á við þunglyndið ásamt hefðbundnum þunglyndislyfjum sem ef til vill er verið að taka.
  • D vítamín. Oft vantar fólk sem þjáist af þunglyndi D vítamín og margar rannsóknir sýna að það er til bóta að taka þetta vítamín.
SHARE